Arnarfjörður
Arnarfjörður hefur af mörgum verið talinn einn fallegasti fjörður landsins, það kemur kannski ekki að óvart enda ótrúlegar perlur sem leynast í firðinum. Fjörðurinn er stór og mikill. Inn af honum ganga nokkrir firðir, til austurs ganga úr Arnarfirði Borgarfjörður og Dynjandisvogur og firðirnir sunnar eru gjarnan kallaðir Suðurfirðir en þeir eru fjórir talsins, Fossfjörður, Reykjafjörður, Trostansfjörður og Geirþjófsfjörður sem er nyrstur. Við Arnarfjörð stendur Bíldudalur yst vestanmegin í firðinum. Þekktustu perlur Arnarfjarðar eru án efa Hrafnseyri, fæðingarstaður Jóns Sigurðssonar, og fossinn Dynjandi. En þetta eru ekki einu staðirnir í Arnarfirði sem vert er að heimsækja, við mælum einnig með Ketildölunum, Listasafni Samúels Jónssonar og ekki gleyma að horfa út á fjörðin í leit að sjóskrímslum.