Æðeyjarviti
Æðeyjarviti í Ísafjarðardjúpi var byggður árið 1944 en ekki tekinn í notkun fyrr en 1949. Hann er steinsteyptur og er 12,8 m hár. Hönnuður er Axel Sveinsson verkfræðingur.
Gömul gasljóstæki voru sett í hann til þess að byrja með en ný tæki voru sett upp árið 1951. Vitinn var rafvæddur árið 1988 og gasljóstæki fjarlægð.