Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Vestfjarðaleiðin

Texti á íslensku

Markverðir áningastaðir
Ferðalagið er skemmtilegra ef þú stoppar á fallegum og skemmtilegum áningastöðum. Sjáðu Eiríksstaði endurgerðan bæ Eiríks rauða, sjáðu selina á Hvítanesi eða upplifðu galdrana í Hólmavík.
Öðruvísi upplifanir
Sæskrímsli, galdrar og rauðir sandar. Það er margt öðruvísi við Vestfjarðaleiðina sem finnst hvergi annars staðar á Íslandi. Skrímslasetrið á Bíldudal, Galdrasýningin ströndum og rauðir og hvítri sandar.
Kraftur vatnsins
Bleyttu upp í þér í heitum laugum, sjáðu hnúfubaka synda í fjörðum, skelltu þér á kayak eða sjáðu fossana. Upplifanir tengdar vatni eru allt í kring á Vestfjörðum.
Ferska loftið
Ferskt loftið fyrirfinnst alls staðar á Vestfjörðum. Klífðu hæsta tind Vestfjarða Kaldbak, njóttu kyrrðarinnar einn út í náttúrunni í gönguferð á Hornströndum eða á útsýnispallinum framúrskarandi á Bolafjalli.
Sögur
Heyrðu og upplifðu sögurnar. Sögur af fólkinu, sögur af víkingum, hetjum eða landnámsmönnum. Hvort sem þú villt kynna þér sögu Leifs heppna í Vínlandssetrinu, Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri, Gísla Súrssonar á Þingeyri eða frá fjölbreyttum íbúum Vestfjarða í öllum þorpum og bæjum svæðisins.
Ljósmyndavænir staðir
Á Vestfjarðaleiðinni má finna einkennandi staði og upplifanir sem er vert að festa á mynd. Eins og A húsið í fossfirði, Garðar BA64, dýralíf eins og selir, refir og lundar.
Matarupplifun
Matarupplifun með hráefni af svæðinu. Bragðaðu á ferskum fiski á Tjöruhúsinu á Ísafirði, einum besta fisk og franskar rétti á Vegamótum Bíldudal, vestfirskum bjór frá brugghúsunum Dokkunni og Galdur brugghúsi eða heimagerðum ís frá Erpsstöðum.