Best in travel viðurkenning
Vestfirðir eru efstir á lista yfir svæði til að heimsækja árið 2022 í árlegu vali ferðabókaútgefandans Lonely Planet yfir lönd, svæði og borgir til að heimsækja á komandi ári og hlutu svokallaða Best in Travel viðurkenningu, sem birt var 28. október 2021.
Á hverju ári tilnefna ferðarithöfundar, bloggarar og starfsfólk Lonely Planet staði fyrir Best in Travel listann, sá listi fer síðan fyrir dómnefnd sem fær það hlutverk að velja 10 staði sem skara fram úr. Hver staður sem er valinn er einstakur, býr yfir ákveðnum „vá faktor“ og hefur lagt sitt af mörkum til framþróunar sjálfbærrar ferðaþjónustu. Nú voru það Vestfirðir sem hlutu þennan heiður.
Til að fylgja eftir viðurkenningunni voru keyptar auglýsingar á helstu lykilmörkuðum Vestfjarða í tengslum við umfjallanir Lonely Planet. Þá er einnig lögð aukin áhersla á sýnileika Vestfjarða á sýningum og vinnustofum í samstarf við Íslandsstofu.
Viðurkenningu Lonely Planet fylgja ákveðnar umfjallanir og má sjá sýnishorn af þeim hér:
Forsíða Westfjords hjá Lonely Planet
Grein um hjólareiðar á Vestfjarðaleiðinni
Grein um Hornstrandir og ferðir um friðlandið
Grein um áherslur í tengslum við Vestfjarðaleiðina
Grein um ljósmyndun á Vestfjörðum
Myndband um norðurljósin
Myndband um að keyra Vestfirðina
Við hvetjum síðan ferðaþjóna á Vestfjörðum til að nota lógó Lonely Planet Best in Travel í sínu markaðsstarfi.
Hér má finna lógó LP.