Fara í efni

    Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

    Gamli bærinn Brjánslæk

    - Beint frá býli

    Gistingin er í þremur herbergjum með sameiginlegu baðhergergi (tvö salerni og ein sturta) í gömlu uppgerðu húsi sem var byggt 1912 sem prestsetur.
    Í sama húsi er kaffihús opið 12:30 -17:00 yfir sumartímann og á neðri hæðinni má einnig finna upplýsingasýningu á vegum Umhverfisstofnunar um Surtarbrandsgil, en þar finnast margra milljón ára gamlir plöntusteingervingar.
    Einnig er þar fróðleikur um Hrafna Flóka, sem hafði vetursetu á Barðaströnd, mannvistaleifar frá þeim tíma finnast rétt hjá Brjánslæk, rétt hjá höfninni. En þekktastur er hann fyrir að ganga á Lómfell, sjá fjörð fullan af ís og nefna landið Ísland.

    Í tengslum við opnunartíma sýningar er boðið upp á göngur í fylgd landvarðar í gilið eftir því sem hér segir:
    Þriðjudaga, miðvikudaga, fimmtudaga, laugardaga og sunnudaga kl. 13:00.

    Athugið að uppganga í gilið er óheimil nema í fylgd landvarðar. Frekari upplýsingar eru veittar í síma 822-4080 eða 831-9675.

    Gamli bærinn Brjánslæk

    Gamli bærinn Brjánslæk

    Gistingin er í þremur herbergjum með sameiginlegu baðhergergi (tvö salerni og ein sturta) í gömlu uppgerðu húsi sem var byggt 1912 sem prestsetur. Í s
    Surtabrandsgil

    Surtabrandsgil

    Surtarbrandsgil er friðlýst náttúruvætti á Vestfjörðum. Það er við Surtabrandsgil er í landi Brjánslækjar á Barðarströnd innan landamerkja Vesturbyggð
    Surtarbrandsgil

    Surtarbrandsgil

    Surtarbrandsgil var friðlýst sem náttúruvætti árið 1975. Tilgangur friðlýsingarinnar er að vernda steingerðar leifar gróðurs sem er að finna í millilö

    Flókatóftir Brjánslæk

    Á Flókatóftum er að finna þrettán fornleifar sem talið er að tilheyri a.m.k. tveimur kynslóðum búsetu á svæðinu. 
    Ferjan Baldur

    Ferjan Baldur

    Athugið að bóka verður fyrirfram fyrir bíla. Sæferðir bjóða einnig upp á ævintýrasiglingu, veisluferðir fyrir hópa og fjölbreyttar sérferðir.
    Leaflet | © OpenStreetMap contributors

    Aðrir (1)

    Nordic Lodges Þverá Í landi Brjánslækjar 451 Patreksfjörður 897-3015