Flateyri við norðanverðan Önundarfjörð er dæmigert íslenskt sjávarþorp. Þar er þó öll helsta þjónusta í boði fyrir tjaldsvæðagesti, sundlaug, íþróttahús, verslun og veitingastaður eru í innan við 5 mínútna göngufjarlægð frá tjaldsvæðinu.
Tjaldsvæði á Flateyri er u.þ.b. 0.4 ha í stærð. Það stendur við tignarlegan snjóflóðavarnargarðinn á Flateyri, en á honum er útsýnispallur með afbragðs útsýni yfir Önundarfjörðinn. Þá er fallegt lón steinsnar frá tjaldsvæðinu þar sem nýlega var byggð svokölluð Einarsbryggja sem hentar vel þeim sem vilja sigla fjarstýrðum bátum.