Tjaldsvæðið á Bíldudal er staðsett niðri við sjó við íþróttahúsið Byltu. Tjaldsvæðið er búið salernum, köldu og heitu vatni, þvottavél og þurrkara. Rafmagn og seyrulosun er fyrir húsbíla, og ruslagámar eru á staðnum. Í íþróttahúsinu er góð baðaðstaða og heitur pottur.
Verð 2023:
Fullorðnir (15 ára og eldri): kr. 1.650 á mann
Börn að 15 ára: Frítt
3ja daga dvöl: kr. 3.460 á mann
6 daga dvöl: kr. 6.910 á mann
Vikudvöl: kr. 8.060 á mann
Rafmagn hvern sólarhring: kr. 1.420
Þvottavél og þurrkari: kr. 1.540 hvert skipti