Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Hótel Flókalundur

- Hótel

Hótel Flókalundur er lítið fjölskyldurekið sumarhótel í Vatnsfirði á sunnanverðum Vestfjörðum, um það bil 6 km frá Brjánslæk þar sem ferjan Baldur kemur að landi. Hótelið er miðsvæðis á Vestfjörðum og stutt í margar af helstu náttúruperlum landsfjórðungsins. 

Vatnsfjörður er friðland og þekktur fyrir náttúrufegurð og fjölbreytt lífríki. Þar er mikil veðursæld og því gaman að njóta útiveru í gróðurríkum firðinum. 

Sendu okkur tölvupóst til að fá nánari upplýsingar. 

Hótel Flókalundur er opinn frá 20. maí - 15. september 

Gisting
Hótel Flókalundur er heimilislegt sveitahótel með 27 notalegum eins og tveggja manna herbergjum. Öll herbergin eru með sér baði (wc/sturta), auk þess sem rúmgóð setustofa með sjónvarpi er á hótelinu. Hjólastólaaðgengi er í tveimur af herbergjunum.

Veitingar
Veitingasalur er opinn frá 7:30 til 23:00. Morgunverðarhlaðborð er frá 7:30 til 10:00 og í hádegi er boðið upp á rétt dagsins ásamt smáréttaseðli sem hægt er að panta af allan daginn. Hægt er að fá mat af kvöldverðarmatseðli og smáréttaseðli til 21:00. Barinn er opinn til 23:00.

Bensínstöð
Hægt er að kaupa eldsneyti af sjálfsala.

Tjaldsvæði
Tjaldsvæði er stutt frá hótelinu þar er góð aðstaða fyrir tjöld, tjaldvagna og fellihýsi. Hægt er að komast í rafmagn og í þjónustuhúsi eru salerni, vatn, sturtur og aðstaða fyrir uppvask.

Hótel Flókalundur

Hótel Flókalundur

Hótel Flókalundur er lítið fjölskyldurekið sumarhótel í Vatnsfirði á sunnanverðum Vestfjörðum, um það bil 6 km frá Brjánslæk þar sem ferjan Baldur kem
Flókalundur

Flókalundur

Flókalundur er staðsettur í Vatnsfirði á sunnanverðum Vestfjörðum, um 6 kílómetrum frá Brjánslæk þar sem ferjan Baldur kemur að landi. Vatnsfjörður er
Hellulaug

Hellulaug

Hellulaug er náttúrulaug rétt svo spölkorn frá þjóðveginum í Vatnsfirði rétt áður en komið er að Flókalundi. Hitastigð í Helluaug er 38° og hún um 60c
Vatnsfjörður

Vatnsfjörður

Vatnsfjörður er einn af fjörðunum sem ganga norðan úr Breiðafirði og er hann vestastur þeirra. Fjörðurinn var friðlýstur árið 1975 til að vernda náttú
Nonna og Manna fossinn / Þingmannaá

Nonna og Manna fossinn / Þingmannaá

Þingmannaá rennur niður í Vatnsfjörð úr Þingmannadal. Í árgljúfrum Þingmannaár eru fallegir fossar og hægt er að ganga á bakvið einn þeirra. Sá foss f

Aðrir (1)

Flókalaug Vatnsfirði 451 Patreksfjörður 456-2044