Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Sólarkaffi

Sólin er komin í vestfirska bæi og þorp og er því fagnað með pönnukökum.

Sólin hefur látið sjá sig eftir nokkra fjarveru á Vestfjörðum. Vestfirðingar gleðast yfir komu þeirrar gulu og halda upp á það með pönnukökum sem þeir kalla Sólarkaffi. 
Það er löng hefð fyrir Sólarkaffi á Vestfjörðum en í fyrsta sinn var ákveðið að halda opið kaffiboð á Ísafirði, þar sem kvennfélögin bökuðu og gestir og gangandi gátu litið við.