Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Hnífsdalur

- Hnifsdalur

Hnífsdalur er þorp við utanverðan Skutulsfjörð og tilheyrði áður Eyrarhreppi. Hann sameinaðist Ísafjarðarkaupstað árið 1971 og er nú hluti af sveitarfélaginu Ísafjarðarbæ. Árið 1870 var búið á fimm lögbýlum í dalnum en fljótlega upp úr því hófst þorpsmyndun þegar fátækir tómthúsmenn tóku að setjast þar að. Skólahús var reist árið 1882 en árið 1920 voru íbúarnir orðnir ríflega 450 talsins.
Hnífsdalur, líkt og önnur vestfirsk þorp, byggðist upp í kringum fiskveiðar og vinnslu. Í dag er þar öflugasta útgerðarfyrirtæki Vestfjarða og eitt hið öflugasta á landinu, Hraðfrystihúsið Gunnvör.
Í Hnífsdal er annar munni hinna nýju jarðganga sem komu í stað Óshlíðarvegarins á leiðinni til Bolungarvíkur. Óshlíðin er nú aflögð sem bílvegur en á góðviðrisdögum er afar vinsælt að ganga þar eða hjóla, enda er náttúrufegurðin einstök. Frá Skarfaskeri, skammt frá gangamunnanum, er fallegt útsýni um Djúp, yfir á Snæfjallaströnd og víðar. Þar hefur verið sett upp örnefnamynd fyrir þá sem vilja glöggva sig á staðháttum.
Sjálfur dalurinn er ákaflega fallegur til gönguferða hvort sem fólk vill hafa þær stuttar og þægilegar eða reyna meira á sig og fara hærra upp í fjöllin. Afar vinsælt er að ganga upp úr Hnífsdal og fara um Þjófaskarð yfir í Skutulsfjörð eða um Heiðarskarð til Bolungarvíkur.

Áhugavert í Hnífsdalur

Skarfasker
Óshlíð

Skarfasker

Skarfasker

Skarfasker

Skarfasker er útsýnisstaður á leið út á Óshlíð og tilvalinn staður til þess að leggja bílnum og ganga eða hjóla Óshlíðina. Á Skarfaskeri stóð lengi so
Óshlíð

Óshlíð

Óshlíð nefninst hlíðin á milli Bolungarvíkur og Hnífsdals. Hlíðin er snarbrött og var erfið yfirferðar áður en vegur var lagður þar í krigum árið 1950
Wakeboarding Iceland

Wakeboarding Iceland

Upplifðu Vestfirði á allt annan hátt, Wakeboard Iceland býður upp á magnaða upplifun í Vestfirskum vötnum og sjó, stígðu á brettið og undir leiðsögn r
Jónsgarður

Jónsgarður

Lystigarður á Ísafirði.
Gamla gistihúsið

Gamla gistihúsið

 Gamla gistihúsið er heimilislegt gistiheimili vel staðsett á besta stað í miðbæ Ísafjarðar. Gistirými er fyrir 21 í níu björtum herbergjum. Í öllum
Sólheimar Studio Apartments

Sólheimar Studio Apartments

Tvær stúdío íbúðir á jarðhæð húss, þar sem eigendur búa á efri hæð ásamt tveimur hundum. Báðar íbúðirnar eru með fullbúnu eldhúsi, flatskjá, baðherber
Arnarnes

Arnarnes

Arnarnes er staðsett yst í Skutulsfirði áleiðis að Súðavík. Arnardalur er dalur sem gengur inn í hlíðina samhliða kirkjubólshlíð. Yst á Arnarnesi er A
Gistiheimilið Mánagötu 1

Gistiheimilið Mánagötu 1

Fimm herbergi eru að Mánagötu 1, sem er steinsnar frá Mánagötu 5.  Í fjórum herbergjum er hægt að leigja rúm en fimmta herbergið er sérherbergi með tv

Arnarnesviti

Árið 1902 var byggður viti á Arnarnesi austanvert við mynni Skutulsfjarðar við Ísafjarðardjúp. Vitinn var timburhús. Árið 1921 var reistur járngrindar
Iceland backcountry travel ehf.

Iceland backcountry travel ehf.

Iceland BackCountry Travel býður uppá sérsniðnar margra daga ferðir fyrir allt að 17 manna hópa í litlum rútum. Einnig er boðið uppá sérsniðnar ferðir
Úr álögum

Úr álögum

Úr álögum er listaverk eftir Einar Jónsson og er staðsett við Torfnes á Ísafirði. Verkið er til minningar um foreldra listamannsins þau Margréti G. Jó

Aðrir (9)

Bakarinn Hafnarstræti 14 400 Ísafjörður 456-4771
Budget Apartment with ocean view Sólgata 8 400 Ísafjörður 862-5669
Gistiheimilið Koddinn Hrannargata 2 400 Ísafjörður 456-5555
Húsið Kaffihús Hrannargata 2 400 Ísafjörður 4565555
Mánagisting Mánagata 4 400 Ísafjörður 615-2014
N1 - Þjónustustöð Ísafjörður Hafnarstræti 21 400 Ísafjörður 456-3574
Olli ehf. Eyrargata 8 400 Ísafjörður 898-4471
Safnahúsið Ísafirði Eyrartún 400 Ísafjörður -
Fitjateigur, Hnífsdalur Fitjateigur 3 410 Hnífsdalur 863-0180