Skip to content

Or try searching by Category and/or Location

Jólaævintýri í Jónsgarði

December 7 at 17:00

Þann 7. desember verður boðið upp á jólaævintýri í Jónsgarði. Það má segja að þetta sé samfélags- tilraunaverkefni. En hugmyndin er að fjölskyldur, vinir og öll sem hafa áhuga geti komið í Jónsgarð og hlustað á jólasögu sagða af jólasveininum sjálfum.
Draumurinn er að geta boðið upp á piparkökur, heitt súkkulaði, konfekt og annað í þeim dúr. Að fjölskyldur og vinir komi í garðinn og njóti jólaljósanna og jólagleðinnar saman.
Það vantar örlítið fjármagn til að koma þessu á koppinn, en nú þegar hafa nokkur fyrirtæki látið vita af þátttöku sinni í verkefninu.

Þeir sem vilja leggja verkefninu lið mega senda tölvupóst á tinnahrund85@gmail.com

Þeir sem vilja koma að verkefninu á annan hátt megið líka endilega hafa samband.

Nánar á Facebook-viðburði.