Price description
Hildur eftir Satu Rämö er mögnuð og spennandi glæpasaga sem gerist að vetri til á Vestfjörðum.
Í Fræðslumiðstöð Vestfjarða síðasta vetrardag miðvikudaginn 23. apríl klukkan 19:30
Langar þig að lesa meira á íslensku og ræða spennandi bækur með öðrum? Við byrjum bókaklúbbinn „Gefum íslensku séns“ á metsölubókinni Hildur eftir Satu Rämö – íslensk glæpasaga með einstöku andrúmslofti. Höfundurinn sjálfur Satu Rämö ætlar sjálf að koma á bókakynningu nr. tvö sem verður haldinn 6. maí nk. Klukkan 19:30 á sama stað. Þetta er frábær leið til að dýpka lestrarskilning, kynnast nýjum bókum og mynda tengsl við aðra lesendur.
Tökur hafa staðið yfir hér á NV Vestfjörðum í síðasta mánuði og verða sýndir hjá Sjónvarpi símans í fyllingu tímans. Það er því tími til að setjast niður, lesa og ræða um efnið bókarinnar áður en hún verður frumsýnd í sjónvarpinu.
Gefum íslensku séns – Bókaklúbbur
Við hittumst í Fræðslumiðstöðinni og tölum saman um: hvað bókin fær okkur til að hugsa og finna og hvernig tungumálið talar til okkar, af hverju það skiptir máli að gefa íslenskum texta séns
Öll velkomin – hvort sem þú ert nýbyrjaður að lesa á íslensku eða lifandi bókaormur.