Skip to content

Or try searching by Category and/or Location

Ariasman á páskum

April 17 at 20:00

Price description

4500 kr.

Hinn áhrifamikli leikur Ariasman verður á fjölunum um páskana í Kómedíuleikhúsinu í Haukadal Dýrafirði.
Aðeins tvær sýningar í boði:
Fim. 17. apríl kl. 20.00
Fös. 18. apríl kl. 17.00
Miðasala á midix.is
Miðasölusími 891 7025

Ariasman – Áhrifarík leikverk um Baskamorðin
Grípandi saga um eitt dramatískasta atvik Íslandssögunnar

Árið 1615 var 31 baskneskur skipsbrotsmaður veginn af vestfirskum bændum – blóðugt og örlagaríkt uppgjör sem átti eftir að marka Íslandssöguna sem fyrstu (og vonandi einu) fjöldamorðin í landinu.

Ariasman er átakanleg og mögnuð sviðsetning þessara atburða, byggð á sögulegri skáldsögu Tapio Koivukari. Einleikurinn, í túlkun Elfars Loga Hannessonar, færir þessa mögnuðu frásögn til nútímans með kraftmiklum leik og áhrifamikilli sviðssetningu.