Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Sauðfjársetur á Ströndum

- Sýningar

Sauðfjársetur á Ströndum hefur verið starfandi frá árinu 2002 í félagsheimilinu Sævangi við Steingrímsfjörð á Ströndum. Sauðfjársetrið er safn sem tekur á móti fjölda ferðamanna á ári hverju, auk þess sem íbúar á Ströndum koma margir margsinnis í heimsókn á hverju ári á viðburði eða í veislur. Sauðfjársetrið vinnur auk þess að margvíslegum menningarverkefnum.

Jafnan eru uppi 4 sögu- eða listsýningar á Sauðfjársetrinu í einu. Fastasýning safnsins heitir Sauðfé og sveitafólk á Ströndum. Síðan eru hverju sinni uppi þrjár tímabundnar sérsýningar sem standa
yfirleitt í 1-2 ár. 

Í Sævangi er einnig starfrækt kaffistofan Kaffi Kind þar er í boði heimabakað bakkelsi, súpa, ís frá Erpsstöðum og fleira góðgæti, í Sauðfjársetrinu er einnig lítil handverks- og minjagripabúð. 

Safnið er staðsett 12 km. sunnan Hólmavíkur

Opnunartími 1. júní - 31. ágúst:
Virkir dagar: 10:00-18:00
Laugardagar: 10:00-18:00
Sunnudagar: 10:00-18:00
Opið eftir samkomulagi á veturna.


Sauðfjársetur á Ströndum

Sauðfjársetur á Ströndum

Sauðfjársetur á Ströndum hefur verið starfandi frá árinu 2002 í félagsheimilinu Sævangi við Steingrímsfjörð á Ströndum. Sauðfjársetrið er safn sem tek
Ferðaþjónustan Kirkjuból

Ferðaþjónustan Kirkjuból

Kirkjuból er skemmtilegur áningarstaður miðsvæðis á Ströndum. Staðurinn er kjörinn fyrir fjölskyldufólk og alla aðra sem vilja njóta þess besta sem St

Aðrir (1)

Húsavík Húsavík 510 Hólmavík 451-3393