Skip to content

Or try searching by Category and/or Location

Sjávarsýn á Bökkunum — Verk í vinnslu

May 19 at 16:00-17:00

Listakonan Mathilde Morant vinnur nú að vegglistaverki í Þvergötu við Messíönuhús, sem stendur við Sundstræti 25a. Inntak verksins er sjávarsýn og trébátar sem minna á sögu Bakkanna á Ísafirði.

Gestum og gangandi er velkomið að kíkja við og berja verkið augum, þiggja kaffi og meðí, á sunnudag á milli 16 og 17 þegar Mathilde verður á lokametrum vinnunar.

Listakonan Mathilde Morant starfar við leikmunadeild Þjóðleikhússins en heldur jafnframt úti verkefninu Viti Project. Undir merkjum verkefnisins ferðast Mathilde um landið og vatnslitamálar alla vita landsins.

Verkefnið er styrkt af Uppbyggingarsjóði Vestfjarða og Ísafjarðarbæ.